
- BYRJENDABOX
Hnefaleikar eru tæknileg íþrótt og í BYRJENDABOXI er farið yfir grunninn og tekið á því í styrktar og þolþjálfun. Tímarnir samanstanda af fjölbreyttum brennslu, þol- og styrktar æfingum. Jafnframt eru undirstöðu atriðin kennd. Það er einnig mikið æft á púða, fókuspúða eða í skuggaboxi. Það þarf ekki að keppa né æfa á móti mótherja ef maður vill það ekki. Fyrir lengra komna og þá sem vilja keppa er sérstakur keppnishópur.
- Fitnessbox
Skiptir engu hvort þú sért í lélegu eða góðu formi. Það enda allir í góðu formi. FITNESSBOX eru hraðir og fjölbreyttir brennslu, styrktar og þolæfingatímar fyrir alla. Fitnessbox er alhliða líkamsrækt og meðal þess besta sem er í boði vegna þess að hér æfir þú allan líkamanninn í heild. Fitness box hentar vel þeim sem vilja grennast á heilbrigðan hátt og styrkjast.
- Keppnisbox
Sterk liðsheild og drífandi keppnisandi einkennir KEPPNISBOXIÐ. Hópurinn saman stendur af efnilegu og framsæknu bardagafólki á öllum aldri, sem vilja fara ýtarlegra í tækni og sérhæfa sig enn frekar í hnefaleikum. Í keppnishópnum eru margt upprennandi hnefaleikafólk í pro og amateur sem fer reglulega í æfingaferðir og keppnisferðir.
- Unglingabox
Ertu 12-16 ára og langar að læra undirstöðuatriðin í hnefaleikum og hafa gaman af því að vera til? í UNGLINGABOXI er áherslan af því að hafa gaman að líkamsrækt en einnig verið að læra allt um hnefaleika. Hér æfa saman bæði byrjendur og lengra komnir, en þeir sem vilja keppa geta keppt í Diploma boxi, sem leggur meira upp úr tækni og eru mýkri gerð hnefaleika.
